Verið velkomin á heimagistinguna Hólmur-Inn.

Herbergin eru sjö talsins og eru staðsett á þriðju og fyrstu hæð hússins. Herbergin deila þremur baðherbergjum og eldhúsaðstöðu. Heimagistingin hóf starfsemi árið 2010 og þá var öll aðstaða tekin í gegn. Við leggjum mikið upp úr því að bjóða upp á góða svefnaðstöðu og var farið í endurnýjun á rúmum árið 2012 og eru flest rúm með fyrsta flokks amerískum heilsudýnum.

Outside front view

Yfir sumartímann bjóðum við upp á morgunverð en tímasetning hans fer eftir samkomulagi. Við reynum að hafa sem fjölbreyttastan morgunverð til að mæta þörfum sem flestra. Gestir geta hellt sér upp á kaffi og fengið sér te hvenær sólarhrings sem er einnig eru ferskir ávextir í boði.

Það eru sjónvörp í sameiginlegum rýmum á fyrstu og þriðju hæð og allir gestir geta tengst þráðlausu neti innan hússins þeim að kostnaðarlausu.

Stykkishólmur

Hólmur-Inn er frábærlega staðsett heimagisting í fallegu húsi. Í sumum herbergjanna er útsýni yfir Breiðafjörðinn og allar þær óteljandi eyjar sem þar eru.Einnig sést yfir að kirkjuhólnum en Stykkishólmur skartar einum af fegurstu kirkjum landsins. Frá gistiheimilinu er örstutt í gamla bæinn, veitingastaði, söfn, bankann og höfnina en það má vel segja að allt sé í göngufæri í litla bænum Stykkishólmi. Í Stykkishólmi er margt að sjá og mjög fjölbreytt afþreying í boði.

Við hvetjum ykkur til að skoða tenglana hér á síðunni þar sem þið getið kynnt ykkur sögu Stykkishólms, dagsskrá og afþreyingu.

Stykkisholmur.is

Vatnasafnið

Eldfjallasafnið

Sæferðir